Íslensk götulist í Englandi 25. apríl 2007 09:30 Þórdís skreytir tólf metra vegg í safninu með blöndu af hönnun sinni og ljósmyndum af verkum annarra. MYND/Stefán Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. Icepick er afrakstur margra ára vinnu Þórdísar, en í bókinni er að finna ljósmyndir hennar af íslenskri götulist og graffítí. Urbis-safnið einbeitir sér sérstaklega að borgarmenningu, sem Þórdísi þykir ekki verra. „Þeir voru með pönksýningu um daginn og mér sýnist þeir leggja mikið í það sem þeir gera.“ Þórdís mun til að mynda skreyta tólf metra langan vegg í safninu. „Þar verður blanda af myndum úr bókinni, sem ég hef tekið af verkum annarra, og minni hönnun líka. Ég er náttúrulega ekki graffítílistamaður sjálf, en ég teikna,“ sagði Þórdís. Eitthvað af hönnun hennar fyrir Ósómabúðina, sem Þórdís á og rekur ásamt Gunnlaugi Grétarssyni, mun jafnframt rata á vegginn. „Þetta verður örugglega góð lyftistöng fyrir bókina og svona öðruvísi landkynning um leið,“ sagði Þórdís. Gingko press gefur bókina út, en forlagið einbeitir sér að bókum um jaðarlist og götumenningu, að sögn Þórdísar. „Þekktasta flaggskip þeirra er Obey, eða Shepard Fairey, listamaður sem er mjög þekktur í þessum bransa. Það er ekkert leiðinlegt að vera í sama liði og hann,“ sagði Þórdís kát. Bókinni verður að hennar sögn sennilega dreift í tveimur, ef ekki þremur, heimsálfum til viðbótar við Evrópu. „Gingko teygir sig yfir öll Bandaríkin og Evrópu og það má vera að bókin nái Japan og jafnvel Ástralíu, en það á eftir að skýrast,“ sagði hún. „Svo lét útgáfan í það skína að Icepick yrði boðið að taka þátt í einhverju götumenningargiggi í Amsterdam í júlí,“ bætti Þórdís við, og því er ýmislegt í kortunum fyrir bókina. Icepick er væntanleg í verslanir hér á landi í lok maí, en óþolinmóðir geta fengið forsmekk af bókinni á Icepickbook.com. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. Icepick er afrakstur margra ára vinnu Þórdísar, en í bókinni er að finna ljósmyndir hennar af íslenskri götulist og graffítí. Urbis-safnið einbeitir sér sérstaklega að borgarmenningu, sem Þórdísi þykir ekki verra. „Þeir voru með pönksýningu um daginn og mér sýnist þeir leggja mikið í það sem þeir gera.“ Þórdís mun til að mynda skreyta tólf metra langan vegg í safninu. „Þar verður blanda af myndum úr bókinni, sem ég hef tekið af verkum annarra, og minni hönnun líka. Ég er náttúrulega ekki graffítílistamaður sjálf, en ég teikna,“ sagði Þórdís. Eitthvað af hönnun hennar fyrir Ósómabúðina, sem Þórdís á og rekur ásamt Gunnlaugi Grétarssyni, mun jafnframt rata á vegginn. „Þetta verður örugglega góð lyftistöng fyrir bókina og svona öðruvísi landkynning um leið,“ sagði Þórdís. Gingko press gefur bókina út, en forlagið einbeitir sér að bókum um jaðarlist og götumenningu, að sögn Þórdísar. „Þekktasta flaggskip þeirra er Obey, eða Shepard Fairey, listamaður sem er mjög þekktur í þessum bransa. Það er ekkert leiðinlegt að vera í sama liði og hann,“ sagði Þórdís kát. Bókinni verður að hennar sögn sennilega dreift í tveimur, ef ekki þremur, heimsálfum til viðbótar við Evrópu. „Gingko teygir sig yfir öll Bandaríkin og Evrópu og það má vera að bókin nái Japan og jafnvel Ástralíu, en það á eftir að skýrast,“ sagði hún. „Svo lét útgáfan í það skína að Icepick yrði boðið að taka þátt í einhverju götumenningargiggi í Amsterdam í júlí,“ bætti Þórdís við, og því er ýmislegt í kortunum fyrir bókina. Icepick er væntanleg í verslanir hér á landi í lok maí, en óþolinmóðir geta fengið forsmekk af bókinni á Icepickbook.com.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira