Innlent

Engin áhrif á virkjunaráform

Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Jóhannes Geir Sigurgeirsson

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir niðurstöðu kosninga um stækkun álversins í Straumsvík geta haft skammtímaáhrif á framgang virkjunaráætlana fyrirtækisins í Þjórsá.

Hann segir virkjanir þó hugsaðar til lengri tíma og ekki merktar neinum sérstökum verkefnum. „Þannig að þetta hefur engin áhrif á virkjunaráform til lengri tíma, en til skemmri tíma þá getur þetta breytt einhverju."

Jóhannes segir að á sínum tíma þegar ákveðið var að fara í viðræður við Alcan um sölu á orku til stækkunarinnar hafi verið valið á milli tveggja aðila. „Century var með beiðni líka vegna hugsanlegs álvers í Helguvík. En ég get ekkert sagt um það á þessu stigi hvort þær viðræður verði teknar aftur upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×