Byggjum réttlátt samfélag 7. mars 2007 09:36 Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira