Menning

Nýsmíðar í Listasafni Íslands

Tónlistarhópurinn Aton Frumflytur tvö ný íslensk verk.
Tónlistarhópurinn Aton Frumflytur tvö ný íslensk verk. MYND/Hari
Tónlistarhópurinn Aton heldur tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld – á fjórða degi Myrkra músíkdaga. Aton-hópurinn er skipaður ungu tónlistarfólki sem sérhæfir sig í nýrri íslenskri tónlist og hefur leikið á hátíðinni undanfarin ár.

Á tónleikunum verður verður frumflutt verkið „Across the Gravel“ eftir Úlfar Inga Haraldsson og frumflutt á Íslandi tónsmíð Hlyns Aðils Vilmarssonar, „nixin & maxam“. Þá verða flutt verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson og Önnu Þorvaldsdóttur. Verkin hafa öll verið samin sérstaklega fyrir Aton-hópinn.

Borgar Magnason stýrir hópnum í flutningi á verki Hlyns en Úlfar Ingi Haraldsson er stjórnandi á eigin verki.

Aton hefur starfað frá árinu 1998 og frumflutt um 50 íslensk verk og staðið fyrir fjölda tónleika í Reykjavík og á landsbyggðinni, í Bandaríkjunum, á Grænlandi og í Færeyjum. Aton var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.