Öðruvísi saga - Fjórar stjörnur 16. janúar 2007 07:45 Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir, myndlýsingar gerir Anna Cynthia Leplar. Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðruvísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bakland sögunnar og forsagan sem lesendur kynntust betur í fyrri bókunum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyldunnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafskafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt uppeldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undirstrika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýlegar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bókanna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög tilgerðarlaus enda hefur höfundurinn afbragðslag á því að ljá börnum raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndnum aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjölskrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjölskylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjölskylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frásögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðruvísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bakland sögunnar og forsagan sem lesendur kynntust betur í fyrri bókunum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyldunnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafskafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt uppeldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undirstrika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýlegar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bókanna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög tilgerðarlaus enda hefur höfundurinn afbragðslag á því að ljá börnum raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndnum aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjölskrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjölskylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjölskylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frásögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira