Sport

Styttist í úrtöku fyrir Meistaradeildina

Atli Guðmundsson var sigurvegari í síðustu Meistaradeild í hestaíþróttum sem haldin var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli með 44 stig. Það var aðeins eitt stig sem skildu að fyrsta og annað sætið en það var Sigurður Sigurðarson sem hafnaði í öðru sæti með 43 stig.

Það verður spennandi að sjá hvaða hesta efstu knapar spila fram núna og ekki síður er það spennandi hverjir það eru sem mæta í úrtökuna fyrir deildina en hún verður haldin 20. janúar næstkomandi.

Á vef Hestafrétta er búið að opna sér fréttaflokk um Meistaradeildina þar sem hægt er að skoða eldri fréttir og nýjar. Hestafréttir mun gera keppninni góð skil og fylgist með framvindu mála hjá knöpum og hestum.

HORFA á frétt frá lokadegi Meistaradeildar 2006

Hér er listi yfir efstu knapa frá síðustu Meistaradeild.

1. Atli Guðmundsson 44 stig.

2. Sigurður Sigurðarson 43 stig.

3. Þorvaldur Árni Þorvaldsson 39 stig

4. Sigurbjörn Bárðarson 34 stig

5. Ísleifur Jónsson 28 stig

6. Viðar Ingólfsson 26 stig

7. Jóhann G. Jóhannesson 18 stig

8. Hinrik Bragason 12 stig

9. Hulda Gústafsdóttir 12 stig

10. Sigurður V. Matthíasson 10 stig

11. Sigríður Pjetursdóttir 9 stig

12. Páll Bragi Hólmarsson 7 stig

13. Sævar Örn Sigurvinsson 7 stig

14. Valdimar Bergstað 7 stig

15. Fjölnir Þorgeirsson 6 stig

16. Berglind Ragnarsdóttir 4 stig

17. Sigurður Sæmundsson 3 stig

18. Sigurður Straumfjörð Pálsson 3 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×