Innlent

Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað

MYND/Vísir

Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins.

Þegar hringt var í aðalnúmer sjúkrahússins kom rödd sem sagði að númerið væri ótengt og hefur þetta valdið óþægindum fyrir aðstandendur þeirra sem liggja inni á sjúkrahúsinu nú yfir hátíðarnar.

Skipt var á varasamband þegar ljóst varð að bilun var til staðar en þrátt fyrir það er erfitt að ná sambandi við sjúkrahúsið. Lítið samband er á milli deilda en þó getur aðalnúmerið gefið samband við bráðamóttöku.

Bilunin gerði fyrst vart við sig upp úr tíu í morgun og fór síðan smám saman versnandi og upp úr hádegi náðist ekkert samband við sjúkrahúsið. Fréttamaður reyndi rétt í þessu og náði sambandi í gegnum farsíma en ekki heimasíma. Gæti þetta því valdið vandræðum fyrir þá sem hafa ekki farsíma við höndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×