Innlent

Olíudælum komið fyrir í dag

Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag.

Hávar segir að það taki hátt í 10 menn um það bil 10 klukkustundir að koma búnaðnum fyrir og munu þeir meðal annars nota þyrlu og skip til versksins. Erfiðast verður að koma fyrir um 300 metra langri slöngu sem þarf til að dæla olíunni á tankbíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×