Innlent

Fjöldi fólks vitjar leiða

Margir leggja leið sína í kirkjugarða til þess að vitja leiða látinna ástvina og var talsverð umferð í kirkjugörðum Reykjavíkur strax upp úr klukkan átta í morgun.

Fjöldi fólks leggur leið sína í kirkjugarða til að minnast látinna vina og ættingja á aðfangadag en eins hefur verið talsverð umferð síðustu daga. Einhverjir dvelja þar um stund og margir hafa með sér blóm og kerti til skreytingar. Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkur biður fólk um að passa upp á að hafa kerti ekki of nálægt krossum og minnismerkjum svo ekki smitist á þau vax og sót. Þá er fólk beðið um að sína tillitsemi við gangandi vegfarendur og því beint til þeirra sem eiga leið í kirkjugarðana að nýta bílastæði því gróður og gras er einkar viðkvæmt nú vegna hlýinda og vætu. Þeir sem eru að koma úr Fossvogskirkjugarði er bent á að einnig er hægt er að komast frá garðinum í gegnum Öskjuhlíðina og framhjá hótel Loftleiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×