Enski boltinn

Robben tryggði Chelsea sigur

Salomon Kalou náði loksins að skora fyrir Chelsea.
Salomon Kalou náði loksins að skora fyrir Chelsea. MYND/Getty

Enn einu sinni tryggði Chelsea sér sigur í ensku úrvalsdeildinni á elleftu stundu og gegn Wigan í dag var það Hollendingurinn Arjen Robben sem reyndist hetjan. Hann skoraði þriðja og síðasta markið í 3-2 sigri Chelsea þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Chelsea hafði 2-0 forystu í hálfleik í dag eftir mörk frá Salomon Kalou og Frank Lampard og stefndi allt í öruggan sigur Englandsmeistarana. En heimamenn komu gríðarlega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin á fyrstu 30 mínútum hálfleiksins. Þar var að verki Emilie Heskey í bæði skiptin.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lagði allt í sölurnar þegar skammt var eftir og setti tvo sóknarmenn inn á fyrir varnarmann og miðjumann. Sú áhætta átti eftir að borga sig því á 93. mínútu náði Robben að skora sigurmarkið, eins og áður sagði.

Chelsea er tveimur stigum á eftir Manchester United, sem er á toppi deildarinnar. Chelsea er með 45 stig en Man. Utd. 47, en þessi lið hafa mikla yfirburði í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×