Sport

Vilmundur hæstur í Bluppinu

Stóðhesturinn Vilmundur frá Feti stendur allra hesta hæst í nýju kynbótamati en hann hlýtur þar 131 stig og er efstur í flokki stóðhesta með 122 stig og færri en 15 dæmd afkvæmi. Fjöldi hrossa frá Feti stendur ofarlega á listum kynbótamatsins, en einna mesta athygli vekur að hryssan Ásdís frá Neðra-Ási, ein helsta ræktunarhryssa Fet búsins er komin inn á listann yfir hryssur sem ná 1. verðlaunum fyrir afkvæmi.

Það er mjög athyglisvert í ljósi þess að Ásdís hefur ekki hlotið einstaklingsdóm og því sannar þessi niðurstaða að góðar ræktunarhryssur eiga möguleika á að ná 1. verðlaunum fyrir afkvæmi jafnvel þó þær hafi ekki verið sýndar sjálfar, en afkvæmi þeirra reynst vel. Ásdís hefur átt 11 afkvæmi og hafa átta þeirra verið sýnd í kynbótadómi, en hin eru ekki komin á sýningaraldur. Af þessum átta hafa sjö hlotið fyrstu verðlaun og eitt 7.96. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Vigdís frá Feti með 8.36, en hún er einmitt móðir Vilmundar og Ásdís er því amma hans.

HORFA Á MYNDBAND AF VILMUNDI




Fleiri fréttir

Sjá meira


×