Innlent

Ingunn AK komin að landi á ný

Hluti af höfninni á Akranesi.
Hluti af höfninni á Akranesi. MYND/GVA

Landfestar togarans Ingunn AK gáfu sig í óveðrinu í kvöld og rak hann um höfnina um tíma. Rakst hann meðal annars í löndunarkrana hjá fiskimjölsverksmiðjunni og skemmdi hann en dansaði framhjá togaranum Bjarna Ólafssyni AK.

Skipin bera allt að 2000 tonn og því er ljóst að mun verr hefði getað farið. Skipstjórnarmenn eru þó komnir um borð og verið er að festa Ingunni AK við bryggju á ný. Suðvestan áttin er gjarnan skæð uppi á Akranesi og höfnin verður vöktuð áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×