Körfubolti

Iverson fór ekki fram á að fara frá Philadelphia

Nú er nóg að gera á saumastofum í Denver þar sem verið er að sauma treyju Iverson í bílförmum
Nú er nóg að gera á saumastofum í Denver þar sem verið er að sauma treyju Iverson í bílförmum NordicPhotos/GettyImages

Allen Iverson segist ekki hafa farið fram á það að vera skipt frá Philadelphia 76ers á frægum fundi sem hann átti með framkvæmdastjóra félagsins fyrir röskum hálfum mánuði. Þetta sagði Iverson í fyrsta viðtalinu sem hann veitti eftir að ljóst varð að hann gengi til liðs við Denver Nuggets.

"Ég fór á fund með Billy og tjáði skoðanir mínar á ástandinu. Við vorum búnir að tapa 12 af 14 síðustu leikjum okkar og það var eitthvað mikið að. Ég sagði honum að við gætum ekki náð árangri eins og staðan væri í dag. Ég sagði honum aldrei að skipta mér frá félaginu.

Mér fannst ég ekki metinn af verðleikum lengur og ég held að það verði öðruvísi nú þegar ég er kominn til annars liðs. Ég elska stuðningsmenn Philadelphia, en það er erfiðasti staður til að spila á í heiminum - því stuðningsmennirnir gera kröfur á það að maður sé fullkominn, en gera ekki þær kröfur á sjálfa sig á móti.

Ég er samt þakklátur fyrir árin mín í Philadelphia, ég varð að manni í borginni," sagði Iverson.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×