Sport

Hlutafélag um Þrist frá Þorlákshöfn

Líklega fjölmennasta hlutafélag landsins um stóðhest var stofnað síðastliðinn sunnudag þegar einkahlutafélagið Hestapil ehf. leit dagsins ljós. Fjölmennur fundur var í Hveragerði þar sem stór hluti af þeim 48 hluthöfum mætti til að ganga endanlega frá stofnun félagsins. Mikill og góður andi var í hópnum sem hittist í hesthúsinu að Hvoli 2 í Ölfusi til að líta Þrist frá Þorlákshöfn augum.

Í hesthúsinu voru þrír bræður Þrists, allt gullfallegir hestar og góðir, þeir Hrannar, Hvinur og Tindur. Síðan var haldið í Hveragerði og ríkti mikil jákvæðni og ánægja meðal fólks enda skemmtilegt verkefni framundan. Félagsskapur sem þessi er frábært krydd í tilveruna, samstaða um áhugamál sem allir láta sér varða og upphaf af nýjum kunningsskap meðal fjölda fjólks. Teknar voru ákvarðanir sem litu að félaginu sjálfu sem hlaut nafnið Hestaspil ehf. eftir að atkvæðagreiðsla fór fram. Í stjórn félagsins voru kosnir; Sæmundur T Halldórsson, Sigurður A Sigurðarson og Birkir Marteinsson og til vara Agnar Ólafsson og Páll Ingi Pálsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×