Erlent

Finnar hafna rússnesku rafmagni

Finnar hafa synjað beiðni Rússa um að leggja neðansjávarkapal til Finnlands til þess að flytja raforku, jafnvel þótt það gæti lækkað orkuverð í landinu. Finnska Orku- og iðnaðarráðuneytið segir að þess í stað eigi að byggja upp innlendar orkustöðvar.

Finnar hafa áhyggjur af því hvað þeir framleiða lítið af því rafmagni sem þeir nota, og finnska þingið hefur samþykkt mikla uppbyggingu innanlands, í orkumálum. Finnar segja auk þess að varasamt sé að treysta of mikið á orku frá Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×