Innlent

Þyrlur á leið á strandstað

Björgunarsveitamenn á strandstað í morgun.
Björgunarsveitamenn á strandstað í morgun. Mynd: Víkurfréttir/Ellert Grétarsson

Þrjú þúsund og sex hundruð tonna erlent flutningaskip, með tólf manna áhöfn, strandaði á grynningum, þrjár sjómílur út af Sandgerði laust fyrir klukkan fimm í nótt og kom leki að skipinu. Skipstjórinn sendi ekki út neyðarkall, en óskaði eftir aðstoð dráttarbáts.

Danska varðskipið Triton ásamt björgunarskipum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, komin á vettvang. Þá var varðskip í Reykjavíkurhöfn mannað í skyndingu og sent af stað ásamt varðskipi, sem statt var í Vestmannaeyjum. Einnig er verið að manna tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Stýrimaður frá Gæslunni og lögreglumaður verða látnir síga um borð í skipið til að meta aðstæður. Nú er um það bil háflóð á svæðinu, slæmt veður og fer versnandi. Ekki er vitað til þess að neinn skipverja hafi sakað þegar skipið strandaði, en nú er kominn sjór í vélarrúmið og dautt á aðalvélinni. Það heitir Wilson Muugo, er skráð á kýpur og var á leið frá Grundartanga til Múrmansk í Rússlandi. Engin farmur er um borð, en talsvert af brennsluolíu fyrir vélar skipsins og fylgjast fulltrúar Umhverfisstofnunar því með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×