Innlent

Vatikanið í fótboltann

Sumir hafa sagt að þjóðkirkjan á Ítalíu sé fótboltinn, Vatíkanið ætlar nú að taka þátt í þessu þjóðarstolti með því að stofna eigið fótboltalið. Hið heilaga ríki ætlar að keppa í Klerkakeppninni, fótboltamóti sem haldið verður í Róm í febrúar. Ennfremur dreymir heilagmennina um að þegar fram líði stundir geti þeir keppt í meistaradeild ítalska boltans. Íþróttadeild Vatíkansins var stofnuð af Jóhannesi Páli páfa öðrum árið 2004, en hann lék í marki á sínum yngri árum í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×