Innlent

Hugur í flugumferðarstjórum

Frá fundi flugumferðarstjóra í gærkvöldi.
Frá fundi flugumferðarstjóra í gærkvöldi. MYND/Anton Brink

Mikil hugur var í flugumferðarstjórum sem funduðu í gærkvöldi. Um sextíu af þeim áttatíu sem starfað hafa við flugstjórn á Íslandi hafa ekki gert samning við Flugstoðir ohf. um störf hjá fyrirtækinu eftir að það tekur við flugstjórn um áramótin. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði eftir fundinn að hann hefði fyrst og fremst verið haldinn til að miðla upplýsingum en gríðarleg samstaða væri meðal hópsins um að semja við Flugstoðir ohf. Félag íslenskra flugumferðarstjóra þrýstir á að gerður verði nýr kjarasamningur milli félagins og Flugstoða nú þegar Flugstoðir taki yfir um áramótin. Loftur segir næstu skref að reyna að ná einhverjum að samningaborðinu en forsvarsmenn Flugstoða hafa lýst því yfir að þeir hafi enga heimild til að semja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×