Erlent

Flotadeild til höfuðs flóttamönnum

Bátar flóttamanna eru verstu skrifli.
Bátar flóttamanna eru verstu skrifli.

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að stofna sérstaka flotadeild til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir inn flytjendur frá Afríku nái að suðurströndum aðildarríkjanna. Einnig verður stofnuð viðbragðssveit landamæravarða sem hægt er að senda á vettvang með litlum fyrirvara.

Ólöglegir flóttamenn frá Afríku, eru mikið vandamál í löndum eins og Spáni, Ítalíu og Möltu, þar sem þeir koma tugþúsundum saman í nær ónýtum bátskriflum. Talið er að þúsundir til viðbótar farist í hafi. Sem dæmi um vandann má nefna að það sem af er þessu ári hafa 26 þúsund ólöglegir flóttamenn komið sjóleiðina til Kanaríeyja.

Leiðtogar Evrópusambandsins vilja því koma á sinni nýju flotadeild sem allra fyrst, til þess að stöðva þennan flaum. Þeir ætla einnig að koma á fót sérstakri viðbragðssveit landamæravarða, sem er hægt að senda með litlum fyrirvara ef neyðarástand kemur upp einhversstaðar, vegna flóðbylgju flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×