Innlent

Dýr hefði sopinn orðið

MYND/AP

Hópur danskra hermanna í Írak sleppur við sekt fyrir bjórdrykkju með breskum starfsbræðrum sínum vegna mistaka í meðferð málsins.

Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að hermennirnir dönsku hafi brugðið sér í heimsókn í búðir breskra hermenna í Írak í sumar og drukkið hver um sig tvo bjóra. Með þessu brutu þeir gegn áfengisbanni í dönsku búðunum og áttu yfir höfði sér sekt upp á um 10 þúsund íslenskar krónur. Aganefnd sem tók málið fyrir sýknaði hins vegar hermennina vegna þess að þeir voru ákærðir á grundvelli rangrar málsgreinar í lögum. Ekki voru allir jafnheppnir því yfirmaður hermannanna, sem einnig kneyfaði ölið, var ákærður á réttan hátt. Hans bíður því rúmlega 10 þúsund króna sekt fyrir tvo bjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×