Sport

Margfaldur Íslandsmeistari í rallý sat ekki hest sinn

Fyrir einum fimm árum var Fjölnir Þorgeirsson með hestaþætti á Skjá einum. Í einum þættinum hjá honum hóaði hann saman öllum fremstu rallýköppum landsins í kappreiðar á kappreiðavellinum í Fáki. Það er ekki annað hægt að segja en að hér fari ein skemmtilegasta kappreiðarkeppni sem sögur fara af, hér sjáum við menn sem eru vanir að kljást við nokkur hundruð hestafla bíla og þá oftast á öðru hundraðinu. Hér réðu nokkrir ekki við eitt hestafl og flugu þeir af baki og voru tilþrif Rúnar Jónsson hreint út sagt mögnuð.

Hægt er að skoða myndbrot af þessum frábæru kappreiðum á Vef TV Hestafrétta undir "fyndin video" eða með því að smella HÉR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×