Erlent

Þjóðverjar reykja áfram

Ekki er óalgengt að Þjóverjar reyki við skrifborð sín, í opnu rými.
Ekki er óalgengt að Þjóverjar reyki við skrifborð sín, í opnu rými. MYND/Heiða Helgadóttir

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafnað tillögum um að ríkisstjórnin banni reykingar í skólum og á veitingastöðum um land allt. Ríkisstjórnin ætlar að láta hvert hinna sextán ríkja ákveða fyrir sig hvort reykingar verða bannaðar.

Þjóðverjar eru miklir reykingamenn og er talið að rúmur þriðjungur þjóðarinnar reyki. Ekki er óalgengt að sjá opinbera starfsmenn reykja við skrifborð sitt á skrifstofum þar sem eru opin rými. Andstæðingar reykinga eru öskureiðir vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar og saka hana um að hafa látið undan þrýstingi frá tóbaksfyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×