Erlent

Brasilískir Kárahnjúkar

Amason fljótið.
Amason fljótið.

Umhverfisverndarsinnar, fiskimenn, gúmmíkvoðusafnarar og Indíánar í vesturhluta Brasilíu hafa tekið höndum saman í baráttu gegn byggingu 560 milljarða króna vatnsorkuvers.

Stjórnvöld segja að vatnsorkuverið muni hjálpa til við að koma í veg fyrir orkuskort, verða lyftistöng fyrir efnahaginn og opna 4200 kílómetra siglingaleið fyrir ferjur sem flytja soyabaunir, timbur og málma.

Orkuverið krefst þess hinsvegar að reistar verði tvær stíflur í ánni Madeira sem er ein af mikilvægustu þverám Amason fljótsins. Deilt er um áhrifin en því er haldið fram að stíflurnar hafi í för með sér að yfir eittþúsund ferkílómetra landsvæði fari undir vatn.

Umhverfisverndarsinnar segja að flóðasvæðið muni ná inn í hluta af Bólivíu og Perú, breiða út malaríu og aðra sjúkdóma og eyða fiskistofnum, fuglastofnum, villtum dýrum og stórum regnskógarsvæðum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×