Erlent

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.

Gallinn er sá að á þessari sömu tíðni eru um 50 milljón bílskúrshurðir. Sem verða alveg brjálaðar þegar flugherinn sendir frá sér einhver skeyti. Opnast og lokast, opnast og lokast, opnast og lokast. Flugherinn er að reyna að finna lausn á vandanum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×