Erlent

Engin geislun þar sem Gaidar var

Engin geislun hefur fundist á stöðum sem rússneski stjórnmálamaðurinn Yegor Gaidar heimsótti á Írlandi, áður en hann missti meðvitund í Maynooth háskólanum, þar sem hann var að kynna nýja bók sína. Írskur blaðamaður sem er fyrrverandi fréttaritari í Moskvu, segir að aðstoðarmenn Gaidars hafi tjáð sér að hann hafi verið orðinn veikur fyrir komuna til Írlands.

Gaidar var fluttur frá Írlandi til Moskvu, en læknar þar segjast ekki hafa fundið orsök veikinda hans. Írsk yfirvöld ákváðu að láta kanna hvort nokkur geislavirkni fyndist þar í landi, eftir morðið á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×