Erlent

Finnair þota kyrrsett vegna geislavirkni

Rússnesk yfirvöld hafa kyrrsett flugvél frá Finnska flugfélaginu Finnair, eftir að geislun mældist þar um borð. Vélin átti að fara frá Moskvu til Helsinki.

Talsmaður rússneska samgönguráðuneytisins sagði að eftir að farþegar hefðu verið farnir frá borði í Moskvu hafi vélin verið skoðuð, og geislavirkni verið yfir eðlilegum mörkjum. Því hefði vélin verið kyrrsett um óákveðinn tíma. Hann sagði ekki hvers eðlis geislunin hefði verið.

Geislun hefur einnig mælst í nokkrum þotum frá breska flugfélaginu British Airways. Engin skýring hefur enn fundist á því hvaðan þessi geislavirkni kemur.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×