Erlent

Börnin eiga að njóta forgangs

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill meiri áherslu á velferð barna á átakasvæðum.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill meiri áherslu á velferð barna á átakasvæðum. MYND/AP

Kofi Annan ávarpaði í dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og sagði þar frá því að í átökunum í Mið-Austurlöndum væru börn farin að verða hermenn. Hann talaði um nauðsyn þess að koma í veg fyrir þessa þróun og bætti við að flestir flóttamenn á átakasvæðum væru konur og börn.

Sem stendur er aðeins refsivert að nota og börn í hernaði en Annan vildi einnig gera það refsivert að ræna þeim, ráðast gegn þeim á nokkurn hátt sem og að neyta börnum um nauðsynlega neyðarþjónustu.

Fyrir ári síðan var sett á fót nefnd sem sér um þessi mál hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði formaður nefndarinnar að hún ynni mikið og gott verk en lengi gæti gott batnað. Sagði hún einnig að nauðsynlegt væri að lönd heimsins tækju sig saman til þess að stemma stigu við þjáningu barna á átakasvæðum um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×