Innlent

Barnið í vistun Barnaverndar Reykjavíkur

Barnið sem reynt var að fara með úr landi frá Akureyri í gærkvöldi, gegn vilja móður þess, hefur verið sett í vistun á vegum Barnaverndar Reykjavíkur.

Drengurinn er sex mánaða og hefur lögheimili í Danmörku. Hann hefur hins vegar verið dvalfastur hérlendis í nokkra mánuði, en foreldrar hans eru bæði íslensk. Faðirinn sem einnig er með lögheimili í Danmörku freistaði þess að fara með drenginn til Kaupmannahafnar í gærkvöldi þegar hann var stöðvaður af lögreglu og barnið flutt í hendur barnaverndar Reykjavíkur þar sem það er nú í vistun.

Samkvæmt upplýsingum frá Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur forstöðumanns barnaverndar Reykjavíkur, verður málið tekið fyrir hjá Barnaverndarnefnd næstkomandi þriðjudag, en mál að þessu tagi ber að taka fyrir innan 14 daga.

Halldóra vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál, en segir að segir að á þessu stigi sé oft mikil harka komin í forsjárdeilu foreldra, sérstaklega þegar um mismunandi þjóðerni sé að ræða. Barnavernd hefur leitað eftir upplýsingum til Danmörku þar sem barnið hefur lögheimili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×