Innlent

Íslendingar vernda umhverfið

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. MYND/Heiða

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sat í dag leiðtogafund aðildarríkja Norðlægrar víddar (Northern Dimension) í Helsinki. Þar voru ríkisstjórnaroddvitar þríeykis Evrópusambandsins, Rússlands, Íslands og Noregs. Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur þessara ríkja og er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, stöðugleika, velsæld og öryggi í norðanverðri Evrópu. Samþykkt var pólitísk yfirlýsing og ný rammaáætlun um framkvæmd samstarfsins.

Forsætisráðherra gat þess m.a. að af Íslands hálfu hefði verið fylgst vel með áherslum innan Norðlægu víddarinnar á sviði félags- og heilbrigðismála, umhverfis- og orkumála og að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin til að skoða nýsamþykkta rammaáætlun með í því skyni að leggja af mörkum til einstakra verkefna. Hann fagnaði því að í pólitísku yfirlýsingunni er þess getið að kannaðir verði möguleikar á auknu samstarfi á sviði orkumála, einkum hvað varðar endurnýjanlega orkugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×