Innlent

Varað við svifryki í borginni

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar varar við því að svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum. Því segir umhverfissvið hyggilegt fyrir þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum.

Að sögn Lúðvíks Gústarfssonar hjá mengunarvörnum Umhverfissviðs hefur mælst heldur minna af svifryki í borginni en á sama tíma í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í vetur sem varað við rykinu. Lúðvík segir götur þurrar nú þannig að malbikið spænist upp og svifryk myndist en ólíkt stöðunni í fyrra sé nú snjór víða þar sem svifrykið binst.

Svifryk fór 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk fyrr á árinu en allt árið í fyrra fór það tuttugu og einu sinni yfir heilsuverndarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×