Sport

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Meistaradeild í hestaíþróttum mun á næstu dögum undirrita samstarfssamning við VÍS um mótaröð í hestaíþróttum veturinn 2007. Með þessu samstarfi verður stefnt að því að styrkja og efla meistaradeildina.

Úrtaka fyrir keppendur í Meistaradeild VÍS mun fara fram í Ölfushöll 20. janúar 2007. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi. Keppt verður um 10 til 12 laus sæti í deildinni, en 14 knapar unnu sér rétt til þáttöku með árangri sínum á síðasta keppnistímabili. Alls munu 24 knapar keppa í Meistaradeild VÍS á næsta keppnistímabili.

Skeifansprettur 2006

Kynning verður á Meistaradeild VÍS á Skeifnaspretti 2006, vörusýningu sem haldin er í Ölfushöll 2. og 3. desember næstkomandi. Þar munu knapar, sem vilja komast að í meistaradeild, geta skráð sig til þáttöku í úrtökunni.

Sjá nánar um Skeifnasprett HÉR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×