Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða 22. nóvember 2006 18:54 Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni. Fréttir Innlent Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni.
Fréttir Innlent Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent