Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða 22. nóvember 2006 18:54 Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni. Fréttir Innlent Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni.
Fréttir Innlent Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira