Innlent

Íslendingar útskrifa ljósmæður í Afganistan

Tveir íslenskir hjúkrunafræðingar útskrifuðu á fjórða tug afganskra ljósmæðra og yfirsetukvenna í Afganistan af upprifjunarnámskeiði fyrr í mánuðinum. Önnur þeirra sem annaðist námskeiðið segir of fáar menntaðar ljósmæður í landinu og að rúmlega 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum.

Það voru hjúkrunarfræðingarnir Erna Óladóttir og Eva Laufey Steingrímsdóttir sem sáu um þetta tveggja vikna námskeið á bilinu þrjátíu og fimm til fjörutíu ljósmæður, aðstoðarljósmæður og yfirsetukonur sóttu. Erna átti frumkvæðið að verkefninu eftir að sonur hennar, sem fór fjórum sinnum til Afganistan á vegum friðargæslunnar, sagði sögur af bágbornu ástandi kvenna þar yrta og erfiðum aðstæðum fyrir ljósmæður.

Upphaflega hafi átt að senda töskur til Afganistans með áhöldum fyrir ljósmæður en verkefnið hafi undið upp á sig og utanríkisráðuneytið komið að því og ákveðið að bjóða upp á námskeið. Eva Laufey segir ástand heilbrigðismála í Afganistan bágborið. Fáar menntaðar ljósmæður sé þar að finna og of langt fyrir margar konur að fara til þeirra sem fyrir séu. 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×