Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála 13. nóvember 2006 18:25 Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann." Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Sjá meira
Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann."
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent