Saklaust fólk drepið 26. október 2006 18:45 Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós. Erlent Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós.
Erlent Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira