Erlent

Herflugvélar NATO bana óbreyttum borgurum í Afganistan

Herflugvélar frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) bönuðu að minnsta kosti 50 óbreyttum borgurum í Suður-Afganistan, aðalega konum og börnum, í árás sem var gerð á meðan stærsta hátíð múslima, Eid al-Fitr, stóð yfir.

Árásin átti sér stað á þriðjudag að kvöldi til, sem var annar dagur hátíðahaldanna og er talið að það hafi átt þátt í því að svo margir óbreyttir borgarar létu lífið.

Talsmenn NATO segjast hafa fengið áreiðanlegar heimildir fyrir því að þónokkrir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í bardögum við uppreisnarmenn í Kandahar á þriðjudaginn var. Afgönsk yfirvöld eru að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×