Erlent

Bush breytir um stefnu

George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær stefnubreytingar í Írak.
George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær stefnubreytingar í Írak. MYND/AP

Embættismenn í Hvíta húsinu staðfestu í gær að Bush forseti hefði ákveðið að hætta að nota slagorðið "halda ótrauður í sömu átt", þegar rætt er um baráttuna fyrir friði í Írak. Þess í stað lýsir hann verkefnum Bandaríkjanna í Írak með orðunum: "stöðugar breytingar til að sigrast á óvininum". Þetta gerir hann út af gagnrýni sem upp hefur komið á stefnu Bandaríkjanna í Írak, þar sem hún hefur þótt stíf og ekki sveigjanleg til að takast á við vandamálin í Írak. Nú þegar tvær vikur eru til kosninga er Bush í mun að auka tiltrú á stefnu Bandaríkjamanna í Írak og sýna sveigjanleika til að aðlaga baráttuna að breyttum áskorunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×