Erlent

Vígamenn sækja í sig veðrið í Írak

íraskur vígamaður horfir á byggingu brenna í Amara
íraskur vígamaður horfir á byggingu brenna í Amara MYND/AP

Alls hafa um 15 manns látist og 91 slasast í bardögum á milli öryggissveita og vígamannanna í Írak í dag. Vígamenn sjía, sem eru hliðhollir Muqtada al-Sadr, gerðu áhlaup á bæinn Amara í Suður-Írak. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort vígamennirnir eða öryggissveitirnar hafa stjórn á bænum en bæjarráð Amara hefur enn ekki óskað eftir aðstoð breskra hersins.

Breskir hermenn sáu um öryggisgæslu í bænum fram í ágúst síðastliðinn, en þá töldu þeir ástandið vera nógu öruggt til þess að láta íraskar öryggissveitir taka við bænum. Eftir átökin nú hefur varnarmálaráðuneyti Bretlands sagt hugsanlegt að breskir hermenn muni snúa aftur til bæjarins, en aðeins ef þeir fá formlega beiðni um það frá bæjaryfirvöldum.

Maysan-héraðið, sem bærinn er í, er annað tveggja héraða í Írak þar sem breski herinn sér enn um öryggisgæslu.

Þetta kemur upp aðeins viku eftir að yfirmaður breska hersins gaf til kynna að breski herinn ætti að stefna að því að hverfa frá Írak sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×