Erlent

Tíu létust í eldsvoða í námu í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa hneppt eigendur og stjórnendur námafyrirtækis í landinu í varðhald eftir að tíu manns létust í eldsvoða í námum fyrirtækisins. Stjórnvöld segja lélegt rafmagnskerfi orsök eldsvoðans.

Sextíu og þrír námaverkamenn voru að störfum inni í námunum þegar eldurinn braust út. Björgunarmönnum, sem kallaðir voru á vettvang, tókst að bjarga fimmtíu og tveimur þeirra en eins er enn saknað. Fyrirtækinu sem rekur námurnar var gert að hætta allri starfsemi sinni í námunum í desember á síðasta ári vegna skorts á öryggi. Þeir héldu þó rekstri sínum áfram þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi.

Kolanámur Kínverjar eru þær lífshættulegustu í heiminum en á hverju ári látast yfir fimmþúsund manns í eldum, flóðum og sprengingum í námum Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×