Erlent

ICES vill veiðibann á þorsk í Norðursjó

MYND/Einar Ólason

Evrópskir fiskimenn verða að hætta að veiða þorsk í Norðursjó og ansíósur í Biskaíaflóa, á næsta ári, ef stofnarnir eiga ekki að hverfa, að sögn vísindamanna ICES, sem er Alþjóðaráð um sjávarnytjar.

Vísindamennirnir segja að þótt tegundir eins og lýsingur, síld og makríll hafi braggast, séu aðrir stofnar í Norðaustur Atlantshafi enn í hættu. Evrópusambandið hefur niðurstöður vísindamanna ICES til hliðsjónar þegar það ákveður tegundakvóta fyrir næsta ár.

Sambandið hefur þó ekki farið eftir ítrustu ráðleggingum vísindamannanna, eins og til dæmis að hætta öllum þorskveiðum í Norðursjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×