Erlent

Starfsemin flutt á Grundartanga

Stjórn Elkems, móðurfélags Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, mun leggja það til á morgun að loka verksmiðjunni í Ålvik í Noregi og flytja starfsemina á Grundartanga. Þetta var fullyrt í fréttum norska ríkissjónvarpsins í kvöld.

Stjórnendur Elkem horfa einkum til lægra raforkuverðs hérlendis, en ný orkulög í Noregi gera það að verkum að orkuverð mun hækka mjög þegar gamlir raforkusamningar renna út á næstu árum.

Ef af flutningnum verður mun það þýða um 40 ný störf í Járnblendiverksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×