Viðskipti erlent

Enn lækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að fjárfestar drógu í efa að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni draga úr olíuframleiðslu. Um tíma hafði hráolíuverðið ekki verið lægra í átta mánuði.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 11 sent á markaði í rafrænum viðskiptum í New York í Bandaríkjunum og fór í 58,41 dal á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, lækkaði um sömu upphæð á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 59,23 dali á tunnu.

OPEC áætlar að hittast í desember og ræða um minnka olíuframleiðslu um allt að eina milljón tunna á dag en það jafngildir 4 prósenta samdrætti.S

Samtökin minnkuðu framleiðslu sína síðast um eina milljón tunna í desember fyrir tveimur árum til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu en þá stóð tunnan í rétt rúmum 40 dölum. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×