Erlent

Nýtt stríð Dana og múslima

Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð.

Birtar hafas verið myndir af því þegar ungliðarnir, mismikið drukknir, gerðu grín að múslimum og spámanni þeirra, á nokkuð ósmekklegan hátt. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Mótmælaalda hefur risið í nokkrum arabaríkjum og til dæmis hefur Dönum á Gaz svæðinu verið hótað. Þá hefur verið hafin ný herferð fyrir því að fólk hætti að kaupa danskar vörur.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur hefur kalla framferðið á sumarhátíðinni ósmekklega framkomu lítils hóps af ungu fólki, sem á engan hátt endurspegli viðhorf Dana til Múslima. Danska utanríkisráðuneytið hefur engu að síður séð ástæðu til þess að vara Dani við því að fara til Miðausturlanda í bráð.

Pia Kjærsgaard, formaður Þjóðarflokksins, aftekur með öllu að biðjast afsökunar. Hún segir að þegar ölið fari inn fari vitið út. Það sé ekki gaman að horfa á hóp af ungum fíflum verða sér til skammar, en það komi ekkki til greina að láta önnur ríki, eða Bræðrasamtök múslima ráða því hvað Danir geri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×