Erlent

Litháar vísa grunuðum njósnara úr landi

Fjölmargir Georgíumenn hafa verið reknir frá Rússlandi undanfarna daga.
Fjölmargir Georgíumenn hafa verið reknir frá Rússlandi undanfarna daga. MYND/AP

Litháísk stjórnvöld eru sögð hafa rekið hátt settan starfsmann rússneska sendiráðsins úr landi í dag vegna gruns um njósnir.

Að því er Baltneska fréttastofan hermir hafa talsmenn utanríkisráðuneytisins hvorki neitað þessu né játað en boðið fréttamönnum til fundar á morgun þar sem málið verður útskýrt. Auk njósna er rússneski erindrekinn er sagður hafa reynt að letja Litháa til að styðja Georgíumenn í deilu þeirra og rússneskra stjórnvalda sem nú stendur yfir.

Fjölmargir Georgíumenn hafa verið reknir frá Rússlandi undanfarna daga í kjölfar þess að fjórir Rússar voru teknir fastir í Georgíu og sakaðir um njósnir. Þá hafa járnbrautar- og póstsamgöngur á milli ríkjanna verið stöðvaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×