Erlent

Abe kominn til Kína

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er staddur í Kína í fyrstu opinberu heimsókn japansks leiðtoga þangað í fimm ár. Frá Kína mun Abe svo halda til Suður-Kóreu. Fastlega er búist við að boðaðar tilraunasprengingar Norður-Kóreumanna verði efstar á baugi í viðræðum Abe við starfsbræður sína en af þeim hafa Japanar verulegar áhyggjur. Þær gætu þó reynst óþarfar því að sögn AP-fréttastofunnar hafa stjórnvöld í Pjongjang greint Kínverjum frá því að þeir kynnu að hætta við sprengingarnar fáist Bandaríkjamenn til beinna viðræðna við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×