Innlent

Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti

Bjarni Harðarson
Bjarni Harðarson Mynd/sudurland.is

Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá.

 

Þar segir að Bjarni hafi tilkynnt ákvörðun sína á opnum fundi með forystumönnum Framsóknarflokksins á Hótel Selfossi í gærkvöld.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði efsta sæti á lista framsóknarmanna á Suðurlandi í síðustu kosningum og Hjálmar Árnason þingmaður var í öðru sæti. Guðni hefur gefið út að hann stefni áfram á að leiða listann en Hjálmar hefur ekki formlega tilkynnt hvort hann gefi kost á sér á listanum áfram.

Bjarni hefur verið skráður í Framsóknarflokkinn í hartnær tvo áratugi en ekki fyrr beitt sér á vettvangi stjórnmálanna að neinu ráði. Hann hefur aldrei verið á lista flokksins; hvorki vegna kosninga til Alþingis né sveitarstjórnar.

Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi hafa ekki ákveðið hvernig vali á væntanlegum frambjóðendum verður háttað. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Suðurkjördæmi ætla að viðhafa prófkjör og margir framsóknarmenn á Suðurlandi vilja einnig fara þá leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×