Erlent

Farþegum og áhöfn sleppt

MYND/AP

Tveir menn sem rændu tyrneskri farþegaflugvél í dag og beindu henni til Ítalíu segjast tilbúinir til að gefast upp og óska hælis á Ítalíu. Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa upplýst þetta. Að sögn ANSA-fréttastofunnar hefur farþegunum 107 og sex manna áhöfn verið leyft að yfirgefa vélina.

Vélinn var á leið frá Tírana í Albaníu til Istanbúl í Tyrklandi. Henni var lent í Brindisi á Suður-Ítalíu.

Að sögn tyrkenskra fjölmiðla eru flugræningjarnir báðir tyrkneskir. Þeir rændu vélinni til að mótmæla heimsókn Benedikts páfa XVI. til Tyrklands í lok nóvember. Páfa hefur verið greint frá flugráninu og ætlar hann ekki að breyta ferðaáætlun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×