Erlent

Fresta því að kalla lið sitt heim vegna njósnadeilu

Rússneskur hermaður á brynvörðum bíl í Tblísí í Georgíu í gær en þaðan héldu rússneskir erindrekar í gær vegna vaxandi spennu milli Rússa og Georgíumanna.
Rússneskur hermaður á brynvörðum bíl í Tblísí í Georgíu í gær en þaðan héldu rússneskir erindrekar í gær vegna vaxandi spennu milli Rússa og Georgíumanna. MYND/AP

Stjórnvöld í Rússlandi hafa frestað því að kalla herlið sitt heim frá nágrannaríkinu Georgíu í kjölfar deilna þjóðanna um meintar njósnir Rússa í landinu.

Til stóð að rússneskir hermenn í tveimur herstöðvum í Georgíu yrðu kallaðir heim fyrir árið 2008 en hermálayfirvöld í Moskvu segja að þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi hermannanna á heimleið hafi brottflutningnum verið frestað.

Þjóðirnar tvær hafa deilt að undanförnu eftir að fjórir yfirmenn í rússneska hernum í Georgíu voru handteknir og sakaðir um að njósnir fyrir rússnesk stjórnvöld. Þau hafa mótmælt þessu og kallað flesta erindreka sína frá Tblísí. Fjórmenningarnir voru í gær ákærðir fyrir njósnir og úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins stendur yfir í Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×