Erlent

Eiturefnaskipi haldið í Eistlandi

Eiturefnaskipið Probo Koala liggur nú í höfn í Eistlandi. Skipið losaði farm af eiturefnaúrgangi í Abidjan á Fílabeinsströndinni í ágúst og hafa sjö manns þegar látist vegna þessa og tugþúsundir hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Skip frá Greenpeace-samtökunum liggur nú í höfninni í Paldinski og hindrar að skipinu verði siglt á brott, svo öruggt sé að hægt verði að rannsaka það og nota sem sönnunargögn í málaferlum gegn eigendunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×